„Það er smá skrýtin tilfinning því ég hef auðvitað verið í þessu húsi frá því að ég fæddist og var mikið hjá ömmu og afa sem stelpa. Ég vissi þó ekki hvernig það yrði svo að búa hérna og það kom mér á óvart hversu þægilegt það er.“

Það hafa ekki verið neinar vöflur á Láru Björgu. Sumir myndu kalla þetta djörfung en stofurnar eru til dæmis dökkgrænar, dimmrauðar og sinnepsgular. Þetta er þó síður en svo litafyllerí. Reynistaður er meira en hundrað ára gamalt herrasetur, þar sem myndarlegir hvítlakkaðir listar, rósettur og gerefti þræða alla veggi. Sterkir litir tóna því vel við þetta umhverfi og eins og segir, þetta er allt spurning um dug eða dáðleysi.

Eggert keypti húsið árið 1920, réðst þá í nokkrar viðbætur og byggði stórar stofur við húsið sem er upprunalega frá því um 1874. „Ég hef tekið um eitt herbergi á dag, byrja snemma á morgnana, mála yfir veggfóðrið upprunalega sem hefur verið málað hundrað sinnum, er búin seinnipartinn og um kvöldið er eins og ekki hafi verið hreyft við neinu, nema kominn nýr litur á vegginn.“

Snjóbolti sem byrjar að rúlla

Við röltum

...