Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflytur nýjan konsert fyrir hljómsveit eftir tónskáldið og píanistann Snorra Sigfús Birgisson á tónleikum í Hofi á Akureyri á sunnudaginn, þann 24. nóvember, kl. 16. Konsert nr. 2 fyrir hljómsveit var saminn á árunum 2020 til 2024, með hléum, fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að beiðni hennar.
„Verkið er í þremur köflum, um það bil 20 mínútna langt og rætur þess liggja víða, en þegar ég samdi það hafði ég meðal annars til hliðsjónar stemmu sem Þorbjörn Kristinsson heitinn kvað en hann var um árabil barnaskólakennari við Glerárskóla á Akureyri. Hann kvað stemmuna inn á band sem er varðveitt í Árnastofnun en upptakan er núna aðgengileg á netinu á ismus.is,“ segir Snorri Sigfús og bætir því við að stemmuna
...