„Það kviknaði í húsinu okkar og móðir mín brenndist svo mikið að hún þurfti að vera tvö ár á sjúkrahúsi fyrir sunnan, aðallega á Landakoti. Svo við fórum, sjö systkinin, hvert í sína áttina. Ég fór til móðursystur minnar á Þórshöfn.“
Eftirminnilegasta jólagjöf Kolbrúnar var listskautar sem hún fékk ellefu ára gömul.
Eftirminnilegasta jólagjöf Kolbrúnar var listskautar sem hún fékk ellefu ára gömul. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir, fyrrverandi húsmóðir og starfsmaður á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, segir að í minningunni hafi jólahaldið hverfst um baksturinn og tilbreytingu í mat.

„Þá var allt bakað heima fyrir en í dag er hægt að kaupa svo margt tilbúið, eins og smákökurnar.“

Þá, líkt og nú, hafi jólastress fyrirfundist því það var alltaf nóg að gera. Fjölskyldur voru stórar, það þurfti að græja allt heima fyrir en svo þurfti einnig að undirbúa jólaboðin.

Bruninn sem breytti öllu

Kolbrún fæddist árið 1936. Hún giftist Garðari Tryggvasyni og saman eignuðust þau fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi í dag. Kolbrún og Garðar kynntust í Vestmannaeyjum þegar hún var þar á vertíð 18 ára gömul. „Ég dreif mig þangað og ætlaði að vera í þrjá mánuði en það urðu 46

...