Nýtum kosningaréttinn, tökum þátt í að móta heilnæmt samfélag fyrir öll.
Unnur Guðmundsdóttir
Unnur Guðmundsdóttir

Unnur Guðmundsdóttir

Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum mótum við framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við höfum raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum raunverulegar breytingar er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga verða að lækka. Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem

...