Eiríkur Sigurðsson eða Eiki Sig eins og flestir kölluðu hann fæddist á Sauðárkróki 5. júlí 1942. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 2. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurður P. Jónsson kaupmaður á Sauðárkróki, f. 20. október 1910, d. 15. september 1972, og Ingibjörg Eiríksdóttir húsmóðir, f. 8. janúar 1908, d. 24. október 1979. Bróðir Eiríks var Sigurgeir, fv. bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Eiríkur ólst upp á Sauðárkróki og bjó þar alla tíð. Einnig var hann mikið hjá móðurfjölskyldu sinni í Djúpadal á sínum yngri árum.
Hinn 14. ágúst 1966 kvæntist Eiríkur Margréti Sigurjónu Sigurðardóttur, f. 9. júní 1944, d. 14. janúar 2024. Þau skildu.
Synir þeirra eru: 1) Sigurður Sigfús, f. 12. apríl 1965, kvæntur Ágústu Jóhannsdóttur,
...