Reyndur Alfreð lék 340 deildaleiki á ferlinum og skoraði 146 mörk.
Reyndur Alfreð lék 340 deildaleiki á ferlinum og skoraði 146 mörk. — Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson

Alfreð Finnbogason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna, 35 ára gamall. Hann spilaði síðast í ágúst með Eupen í Belgíu en sagði síðan upp samningi sínum þar. Alfreð lék með Breiðabliki og var síðan atvinnumaður frá árslokum 2010, í Belgíu, Svíþjóð, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Alfreð lék með Íslandi á EM 2016 og HM 2018 og skoraði 18 mörk í 73 landsleikjum.