Skorar Kári Kristján Kristjánsson er fertugur línumaður ÍBV.
Skorar Kári Kristján Kristjánsson er fertugur línumaður ÍBV. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hand­boltamaður­inn Kári Kristján Kristjáns­son fyr­irliði ÍBV hef­ur verið úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann af aga­nefnd HSÍ. Kári var úr­sk­urðaður í bann vegna at­viks sem átti sér stað í leik Hauka og ÍBV í 16-liða úr­slit­um bik­ar­keppninnar á Ásvöll­um 17. nóv­em­ber. „Um var að ræða ill­kvittna aðgerð gegn óviðbún­um mót­herja,“ seg­ir meðal ann­ars í úr­sk­urði aganefndar. Kári verður í banni í leikjum gegn HK og ÍBV í úrvalsdeildinni.