Hrafnhildur Sigurðardóttir skipar annað sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún er kennari og heyrir mest af málefnum barna og líðan þeirra.

„Börnin eru grunnurinn að samfélaginu og við þurfum að hlúa vel að þeim. Einn daginn verða þau fullorðin og taka við og þá er nú eins gott að þau séu í lagi,“ segir hún.

Hún telur að mikill hraði í samfélaginu hafi neikvæð áhrif á líðan fólks. Spurð hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo hægt sé að draga úr hraðanum segir hún að það sé til dæmis hægt að banna snjallsíma í skólum landsins.

Varðandi útlendingamálin segir hún að mögulega þurfi að setja á fót móttökuskóla fyrir börn hælisleitenda til að þau læri íslensku áður en þau ganga í almenna grunnskóla.

Hrafnhildur er mótfallin því

...