Góð reynsla er af því að skipta mjólk eða vatni út fyrir jógúrt eða súrmjólk, það getur gert kökuna rakari og mýkri.
— Lindsay Cotter/Unsplash

Notið vökva

Ef kakan er of þurr eftir bakstur, sér í lagi ef um svampdeig er að ræða, er tilvalið að pensla kökuna með sírópi (einn hluti sykur á móti einum hluta vatns). Þannig fær kakan svolítið meiri raka í sig og dregur í sig bragð, kælið kökuna alveg áður en sykurblöndunni er hellt yfir. Ef kakan er mjög þurr og svolítið hörð að ofan má stinga nokkrum götum í hana áður en sírópinu er hellt út á kökuna.

Ávextir og safi

Ávextir innihalda töluverðan raka og geta gert kökuna safaríkari. Ef til dæmis formkaka er of þurr má alveg skera hana í þrjá hluta og setja ávexti og ber á milli. Jarðarber og hindber innihalda töluverðan raka og ágætt er að láta berin standa á borði með örlitlum sykri til að ná safanum úr þeim og hella honum svo með á kökuna. Aðrir ávextir sem eru blautir og henta vel eru mandarínur og appelsínur, einnig mangó og ananas. Bananar og epli henta ekki vel til að redda

...