Á þeim tíma sem Flokkur fólksins hefur verið á þingi höfum við, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu, náð undraverðum árangri við að bæta hag öryrkja og eldra fólks.
Árið 2018 var þingsályktunartillaga okkar samþykkt um að tryggja skattleysi uppbóta á lífeyri og einnig að þær skertu ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Í þessu fólst að einstaklingar með örorku- og ellilífeyri voru ekki lengur skattlagðir vegna greiðslna sem ætlaðar voru til að standa undir kostnaði vegna örorku, hreyfihömlunar eða sjúkdóma. Í kjölfar þessa var lögum um tekjuskatt breytt. Breytingin stuðlaði að skattfrjálsum tækja-, lyfja- og bensínstyrk sem sparaði öryrkjum og öldruðum allt að 120.000 kr. á ári.
Árið 2020 mæltum við fyrir þingsályktunartillögu um stofnun embættis Hagsmunafulltrúa aldraðra, sem var sömuleiðis samþykkt með þverpólitískri samstöðu á þingi. Þessu embætti
...