Átök Frá loftárás Ísraelshers á Hisbollah-samtökin í Beirút í gær.
Átök Frá loftárás Ísraelshers á Hisbollah-samtökin í Beirút í gær. — AFP

Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, G7, munu ræða sérstaklega handtökuskipun Alþjóðaglæpadómstólsins ICC á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, á fundi sínum eftir helgi að sögn Giogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu sem nú fer með forsæti í G7-hópnum.

Ísraelsmenn og helstu bandamenn þeirra hafa fordæmt handtökuskipanir dómstólsins, en auk Netanjahú var einnig gefin út handtökuskipun á hendur Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, og Mohammed Deif, leiðtoga hernaðararms hryðjuverkasamtakanna Hamas.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi ákvörðun dómstólsins í fyrrakvöld og sagði hana svívirðilega, þar sem ekki væri hægt á nokkurn hátt að jafna saman framgöngu Ísraelsríkis og Hamas-samtakanna. „Við munum ávallt standa með Ísraelsríki gegn ógnum við öryggi þess,“ sagði Biden.

...