Stjórnvöld í Íran lýstu því yfir í gær að þau myndu reisa fleiri skilvindur til þess að auðga úran til þess að svara ályktun Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA, þar sem landið fékk vítur fyrir skort á samvinnu við stofnunina.

Sagði í sameiginlegri tilkynningu kjarnorkumálastofnunar Írans og utanríkisráðuneytisins að um væri að ræða „nýjar og háþróaðar“ skilvindur af ýmsum gerðum, og að ekki yrði gripið til aðgerðanna ef víturnar yrðu dregnar til baka eða nýjar samningaviðræður myndu hefjast um kjarnorkuáætlun landsins.

Íranar hótuðu fyrr í vikunni að þeir myndu segja upp NPT-samkomulaginu um dreifingu kjarnorkuvopna, ef refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn landinu yrðu virkjaðar á nýjan leik.