Bíó Paradís Hygge / Huggulegt ★★★★· Leikstjórn: Dagur Kári. Handrit: Dagur Kári, Mads Tafdrup og Paolo Genovese. Aðalleikarar: Sofie Torp, Joachim Fjelstrup, Jesper Groth og Andrea Heick Gadeberg, Olivia Joof Lewerissa, Nicolai Jørgensen og Thue Ersted Rasmussen. Danmörk og Ísland, 2023. 100 mín.
Fjölskylda „Huggulegt er því mun fyndnari mynd, en Villibráð er meira spennandi,“ segir meðal annars í rýni.
Fjölskylda „Huggulegt er því mun fyndnari mynd, en Villibráð er meira spennandi,“ segir meðal annars í rýni.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Hygge, eða á íslensku Huggulegt, er endurgerð á ítölsku kvikmyndinni Perfetti sconosciuti (2016) sem Paolo Genovese leikstýrði. Frummyndin hefur alið af sér 28 endurgerðir og hefur engin kvikmynd verið endurgerð oftar. Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur, sem var frumsýnd í fyrra, er dæmi um endurgerð á þeirri mynd. Það er því einstaklega skemmtilegt að segja frá því að Huggulegt er líka eftir Íslending, en það er enginn annar en kvikmyndahöfundurinn Dagur Kári sem leikstýrir henni. Huggulegt gerist hins vegar í Danmörku en íslenski húmorinn er ekki langt undan.

Í grunninn fjalla allar myndirnar um sjö manns sem hittast í matarboði og ákveða að fara í

...