Myndlistarmenn Emma og Logi Leó hlutu styrk úr sjóði Svavars og Ástu.
Myndlistarmenn Emma og Logi Leó hlutu styrk úr sjóði Svavars og Ástu.

Emma Hreiðarsdóttir og Logi Leó Gunnarsson hafa hlotið styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðna­sonar og Ástu Eiríksdóttur, en ­úthlutað var úr sjóðnum í 14. sinn á fimmtudag. Hafa þá 22 listamenn hlotið styrk úr sjóðnum frá því að fyrst var veitt úr honum árið 1995. Sjóðnum er ætlað að styrkja unga og efnilega listamenn en í ár bárust alls 45 umsóknir.

Emma útskrifaðist með meist­ara­gráður frá Royal Academy of Fine Arts í Antwerpen árið 2018. „Í verkum sínum notar Emma innsæi og húmor til að kanna ­umhverfið og varpar þannig nýju og óvæntu ljósi á aðstæður,“ segir í tilkynningu. Logi Leó útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2014. „Logi Leó notar iðulega hljóð sem upphafs­punkt verka sinna og þá oft í tengslum við hreyfingu. Saman skapa þessir þættir iðulega spennu sem fangar áhorfandann.“ Þau eru bæði sögð hafa tekið virkan þátt í myndlistarlífinu hér heima og erlendis.