Herbert Baxter fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1946. Hann lést á heimili sínu og sambýliskonu sinnar, Sesselju Jónsdóttur, á Akranesi 7. nóvember 2024.

Foreldrar hans voru Jóna Einarsdóttir, f. 1927, d. 2010, og Herbert Baxter, bandarískur hermaður. Albróðir Herberts var Einar Guðbjörn, f. 1944, d. 2022. Hálfsystkini Herberts sammæðra: Sigurður, f. 1948, Reynir, f. 1949, d. 2008, Margrét, f. 1951, Halldór, f. 1953, d. 2006, Svala, f. 1955, d. 2018, Gunnar Erlendur, f. 1961, og Hafliði Ólafur, f. 1963.

Herbert hóf sambúð með Sigríði Björk Einarsdóttur, f. 1943, d. 2017, á árinu 1981 og bjuggu þau í Þórðargötu 22, Borgarnesi. Þau slitu sambúð sinni 1994. Börn þeirra eru Jón Þór, f. 1968, og Bjarki Már, f. 1982. Önnur börn Herberts eru Björn, f. 1967, og Heiða, f. 1969.

Herbert ólst upp við

...