Samkvæmt tilkynningu hefur Leiguflugið ehf. (Air Broker Iceland), sem sérhæfir sig í útleigu flugvéla og þyrlna, lokið hlutafjáraukningu með þátttöku FnFI ehf. og Vesturflatar ehf. sem eignast 49% í félaginu.
Stofnendur Leiguflugsins ehf. eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannsson, sem báðir búa að mikilli reynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni.
FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis, og Kristínar Þorleifsdóttur.