Guðlaugur Þór Þórðarson
Allir sem starfa í stjórnmálum vita að það borgar sig að vera þokkalega að sér í sögu og að minnsta kosti kannast við eigin verk. Það sanna dæmin undanfarna daga. Það er því sérkennilegt að fylgjast með vandræðum Miðflokksmannanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar þegar kemur að áherslum í loftslagsmálum. Sérkennilegast er þegar þeir taka til við að gagnrýna metnaðinn sem Ísland hefur sýnt í þeim málaflokki. Sérstaklega þegar rýnt er í söguna.
Parísarsamkomulagið
Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfi um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna frá upphafi eða árinu 1992 þegar fyrsti samningurinn var gerður. Til að gera langa sögu stutta tók Ísland sömuleiðis þátt í Kyoto-samkomulaginu frá árinu 1997. Straumhvörf urðu hins vegar með Parísarsamkomulaginu sem gert
...