Reyndur Hörður Björgvin lék sinn 49. landsleik í september 2023.
Reyndur Hörður Björgvin lék sinn 49. landsleik í september 2023. — Ljósmynd/KSÍ

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu um árabil, verður enn lengur frá keppni. Hörður, sem er á mála hjá Panathinaikos í Grikklandi, sleit krossband í hné í september í fyrra og hefur verið úr leik í 14 mánuði. Nú lengist sá tími um nokkra mánuði í viðbót því Hörður, sem var byrjaður að æfa á ný í haust, þarf að fara í aðra aðgerð á hnénu. Fótbolti.net greindi frá þessu í gær en reiknað er með að Hörður verði úr leik fram á vorið.