Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Oft ég það á borðið ber boðar vaktaskipti. Vökvamælieining er, undir pillur notað hér. Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi:
Oft ég það á borðið ber
boðar vaktaskipti.
Vökvamælieining er,
undir pillur notað hér.
Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar. Helgi Einarsson er fljótur að átta sig:
Glas á borðið gjarnan fer.
Glas er vaktaskipti hér.
Glasið mælieining er,
einnig glasið pillur ber.
Þá Guðrún Bjarnadóttir:
Glösin vel á borðin
...