Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um að ræða þjófnaði á nokkur hundruð kílóum af kjötvörum, fatnaði, raftækjum o.fl., en verðmæti þess hleypur á milljónum króna. Mikið af þýfinu fannst á dvalarstað mannsins en nú er unnið að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur.