Meira úti að leika Katrín og Bjarni ásamt tvíburunum á skíðum.
Meira úti að leika Katrín og Bjarni ásamt tvíburunum á skíðum.

Katrín Júlíusdóttir er fædd 23. nóvember 1974 í Reykjavík, bjó fyrstu níu árin við Háaleitisbrautina og gekk í Álftamýrarskóla.

„Við fluttum þá í Kópavoginn og þar hef ég búið stærstan hluta ævinnar. Hjarta mitt er mjög tengt Kópavoginum, segi stundum að það sé í laginu eins og Kópavogskirkja þar sem ég fermdist, ég setti einnig upp stúdentshúfuna í kirkjunni og gekk í hjónaband með honum Bjarna mínum. Ég bjó lengst af í Snælandshverfinu og gekk í Snælandsskóla, fór síðan í MK. Ég eignaðist þar mína bestu vini og á stóran vinahóp þaðan sem heldur enn þétt saman. Sama hvar ég bý er ég alltaf stelpa úr Kópavoginum.“

Hún á sér líka djúpar rætur á Húsavík. „Ég var rúmlega eins árs þegar ég fór þangað fyrst til ömmu og afa, hef í gegnum tíðina haft sterk tengsl við Húsavík og átt þar marga ættingja. Ég fer enn reglulega þangað norður

...