Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á vaxtaákvörðunum viðskiptabankanna í kjölfar lækkunar vaxta Seðlabankans. Hann er ekki einn um það. Bjarni skrifar á Facebook: „Það vekur furðu að bankarnir hækki vexti fyrir sum lán á sama tíma og Seðlabankinn lækkar vexti.

Þetta er gegn því sem allir aðrir eru að vinna að. Hækkanirnar á verðtryggðum vöxtum eru meiri en hægt er að rekja til hækkunar markaðsvaxta undanfarið og bankarnir þurfa að svara fyrir það. Við þurfum öll að leggja af mörkum fyrir sameiginlegan árangur. Það er eins og bankarnir séu alls ekki í takt við samfélagið þegar svona er gengið fram.

Þetta sýnir svo kannski öðru fremur að vaxtastigið er enn of hátt og þarf að lækka mjög hratt á næsta ári. Allar forsendur þess eru til staðar ef rétt er haldið á málum.

...