40 ára Helga Þóra ólst upp í Stóragerði í Reykjavík og býr í Grafarvogi. Hún lauk stúdentsprófi frá MH og diplómaprófi frá Listaháskóla Íslands í fiðluleik vorið 2004 og flutti sama ár til Berlínar og útskrifaðist þaðan með Bachelor-próf í fiðluleik árið 2007. Helga Þóra bjó í París í nokkur ár en síðan lá leiðin til Brussel, þar sem hún lauk Masters-prófi í fiðluleik árið 2013.

Eftir níu ár erlendis flutti Helga Þóra heim til Íslands og fór að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hún hlaut fastráðningu við SÍ árið 2015. Helga Þóra er einnig meðlimur Strokkvartettsins Sigga og hefur tekið að sér alls konar verkefni tengd tónlistinni.

„Í frítíma mínum finnst mér skemmtilegast að fara í sund með manninum mínum og stelpunum mínum tveimur og verja tíma með fjölskyldu minni, en foreldrar mínir og

...