Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Álag á útsvarsgreiðslur íbúa, sem gilt hefur í Árborg síðustu misseri og var innlegg til þess að vinna á fjárhagsvanda sveitarfélagsins, verður afnumið á næsta ári. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og verður 126% af ársveltu. Niðurstaða af rekstri A- og B-hluta bæjarsjóðs verður 105 millj. kr. Veltufé frá rekstri verður 2,1 milljarður kr. Þetta eru helstu punktar í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn nú í vikunni. Fasteignaskattur hækkar en á móti kemur að vatns- og fráveitugjald verður lækkað. Stöðugildum verður áfram fækkað með starfsmannaveltu og gjaldskrárhækkanir verða í takt við kjarasamninga.
Sáttur við stóru línurnar
Áætlað er að framkvæma á vegum Árborgar fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Hefur
...