Kostur er á ýmsum þriggja flokka ríkisstjórnum miðað við niðurstöður nýjustu könnunar Prósents fyrir Morgunblaðið. Þær eiga það allar sameiginlegt að Viðreisn þarf að vera um borð. Fyrst má nefna Reykjavíkurmódelið, stjórn sömu flokka og mynda meirihluta í Reykjavík, að Framsókn undanskilinni

Andrés Magnússon

andres@mbl.ia

Kostur er á ýmsum þriggja flokka ríkisstjórnum miðað við niðurstöður nýjustu könnunar Prósents fyrir Morgunblaðið. Þær eiga það allar sameiginlegt að Viðreisn þarf að vera um borð.

Fyrst má nefna Reykjavíkurmódelið, stjórn sömu flokka og mynda meirihluta í Reykjavík, að Framsókn undanskilinni. Stjórn CSP hefði 33 þingmenn að baki sér.

Viðreisn gæti einnig leitað til hægri um stjórn borgaralegra afla, en CMD hefði einnig 33 manna meirihluta.

Eins mætti hugsa sér miðjusæknari stjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins (CSF) með 38 manna meirihluta.

Samfylking á sér hins vegar enga raunhæfa kosti til stjórnarmyndunar án Viðreisnar og sömu sögu má segja um minni flokkana.

Ofangreindan útreikning á þingsætum verður hins vegar að taka með fyrirvara. Vikmörk eru há og hvorki Píratar né Sósíalistar öruggir inn, en miklu getur munað

...