Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudag í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans á miðvikudag.
Markmið herferðarinnar er að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast í þeim tilgangi að krefjast friðar og verndar fyrir börn á stríðshrjáðum svæðum, segir í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum.
Að „stappa fyrir friði“ er tilvísun í þá tilhneigingu barna að stappa niður fótunum þegar þau verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Það er þeirra leið til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað.
Íslensk börn eru meðal þátttakenda í herferðinni sem komið var á framfæri við þjóðarleiðtoga heims. Bóas og Hugrún í 7. bekk í Hofsstaðaskóla sögðu frá hugleiðingum sínum um stríð og börn í 7. bekkjum Hlíðaskóla stöppuðu fyrir friði. Börn hafa fengið nóg af
...