Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það hafi verið nokkur brekka fyrir flokkinn að hefja kosningabaráttu við núverandi aðstæður. Hann segist þó skynja jákvæðari tón í garð flokksins nú…
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það hafi verið nokkur brekka fyrir flokkinn að hefja kosningabaráttu við núverandi aðstæður. Hann segist þó skynja jákvæðari tón í garð flokksins nú þegar hann hefur komist frá þinginu sem afgreiddi fjárlög í upphafi vikunnar. Hann er nýjasti gestur Spursmála og síðasti flokksformaðurinn sem mætir á þennan vettvang í aðdraganda kosninganna.
Sigurður Ingi segir að hagkerfið sé að ná mjúkri lendingu. Meiri halli af fjárlögum en lagt var upp með í upphafi sé til marks um að markmiðið sé að nást hraðar en gert var ráð fyrir.
„Það er afleiðingin af því að við erum að lenda hraðar.
...