„Stuðsvellið er orðið ómissandi skyldustopp í jólaösinni,“ segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova, en fyrirtækið, í félagi við Orkusöluna, opnaði í gær skautasvellið á Ingólfstorgi. Þetta er tíunda árið í röð sem svellið er opnað í…
„Stuðsvellið er orðið ómissandi skyldustopp í jólaösinni,“ segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova, en fyrirtækið, í félagi við Orkusöluna, opnaði í gær skautasvellið á Ingólfstorgi. Þetta er tíunda árið í röð sem svellið er opnað í aðdraganda jóla og hafa yfir 20 þúsund manns rennt sér þar á liðnum árum.
Við opnunina í gær léku skautarar frá listskautadeild Fjölnis listir sínar og Aron Can tróð upp.
Stuðsvellið verður opið frá hádegi til klukkan 22 alla daga nema aðfangadag og jóladag fram til loka desember. Það er öllum opið en fólk er hvatt til að bóka sér tíma á heimasíðum Nova eða Orkusölunnar. Miðaverð er 1.590 krónur á mann en ókeypis er fyrir fimm ára og yngri.