Kósovó verður mótherji Íslands í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í gær.
Fyrri leikurinn fer fram í Pristina, höfuðborg Kósovó, 20. mars en sá seinni, heimaleikur Íslands, á ótilgreindum stað þremur dögum síðar. Endurgerð Laugardalsvallar verður ekki lokið á þeim tíma og því ljóst að spilað verður erlendis.
Kósovó hafnaði í öðru sæti í sínum riðli C-deildar Þjóðadeildar og vann þar fjóra leiki af sex, sigraði Kýpur 3:0 og 4:0 og Litáen 1:0 og 2:1. Kósovó tapaði hins vegar 3:0 á heimavelli gegn Rúmeníu og liðið gekk síðan af velli í seinni leiknum í Rúmeníu, sem þar með var dæmdur liðinu tapaður.
Besta staða á heimslista
Kósovó er í 101. sæti
...