Glaður Aron Pálmarsson kátur með verðlaun sín eftir leikinn.
Glaður Aron Pálmarsson kátur með verðlaun sín eftir leikinn. — Ljósmynd/EHF

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var valinn maður leiksins er hann og liðsfélagar hans í Veszprém frá Ungverjalandi sigruðu Wisla Plock frá Póllandi í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta á fimmtudagskvöld, 30:26.

Aron skoraði sex mörk fyrir Veszprém og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir liðið og Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot í marki Wisla Plock.