Viðbúnaður vex á Norðurlöndum og markvissari umræðu þarf um utanríkismál á íslandi
Lítið fer fyrir utanríkismálum í aðdraganda kosninganna, sem fram fara eftir viku. Það kemur ekki á óvart. Þegar kemur að því að ganga að kjörborðinu ráða þau málefni för, sem standa kjósendum næst og oft ræður buddan úrslitum.
Utanríkismál skipta hins vegar máli og mættu hæglega vera ofar á baugi, þótt íslensk utanríkisstefna hafi kannski ekki mikil áhrif á gang mála.
Uppivöðslusemi Rússar síðustu misseri hefur vakið ugg í grannríkjum þeirra. Innrás Rússa í Úkraínu var óverjandi og til marks um hvað Vladimír Pútín, forseti landsins, er tilbúinn að ganga langt. Innrásin hefur kostað allt of mörg mannslíf og valdið gríðarlegri eyðileggingu.
Með hegðun sinni tókst Pútín að hrekja bæði Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið.
...