Fréttablaðið Tómur blaðastandur.
Fréttablaðið Tómur blaðastandur. — Morgunblaðið/Hólmfríður María

Íslenska ríkið skal greiða þrotabúi Torgs ehf. rúmar 14 milljónir króna auk vaxta frá 31. mars 2023 og dráttarvaxta frá 18. nóvember 2023 til greiðsludags. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ríkið skal greiða málskostnað Torgs að fjárhæð 1.150.000 krónur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um áfrýjun.

Greiddi fyrir gjalddaga

Torg ehf. var útgefandi Fréttablaðsins og rak einnig vefmiðlana frettabladid.is, dv.is og hringbraut.is ásamt sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Félagið greiddi 31. mars 2023 virðisaukaskatt að fjárhæð 14.084.356 krónur. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum 3. apríl og skiptastjóri var skipaður degi síðar. Með riftunarbréfi frá skiptastjóra 18. október 2023 lýsti þrotabúið yfir riftun á greiðslunni samkvæmt ákvæðum gjaldþrotalaga og krafðist skaðabóta. Með bréfi 30. október 2023 hafnaði Skatturinn

...