Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ríki Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu munu halda neyðarfund á þriðjudaginn, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í fyrrakvöld að Rússar áskildu sér rétt til þess að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum þeirra ríkja, sem hefðu leyft Úkraínumönnum að skjóta eldflaugum á hernaðarskotmörk innan landamæra Rússlands.

Yfirlýsing Pútíns kom í sjónvarpsávarpi á fimmtudagskvöldið, en Úkraínumenn höfðu sakað Rússa fyrr um daginn um að hafa beitt langdrægri skotflaug með drægi á milli heimsálfa, ICBM, í loftárás á borgina Dnípró. Sagði Pútín í ávarpi sínu að Rússar hefðu þar beitt meðaldrægri skotflaug, IRBM, af nýrri gerð og gaf í skyn að flaugin gæti borið kjarnaodda.

Pútín fordæmdi einnig ákvarðanir vesturveldanna um

...