Blóraböggull er eitt margra orða sem vefjast fyrir yngri kynslóðum. [E]inhver til að skella skuldinni á (alla jafna ranglega), segir Málfarsbankinn um orðið. (Blórar, segir Ísl
Blóraböggull er eitt margra orða sem vefjast fyrir yngri kynslóðum. [E]inhver til að skella skuldinni á (alla jafna ranglega), segir Málfarsbankinn um orðið. (Blórar, segir Ísl. orðsifjabók, eru ásakanir, dylgjur, sakfelling en „uppruni óviss“.) „Þá vantaði blóraböggul, einhvern til að kenna um mistökin, og ég varð fyrir valinu.“