Nú í svartasta skammdeginu þegar eldgos og ófriður setja að auki svip sinn á fréttirnar hafa börn náð að hlýja að minnsta kosti mér um hjartaræturnar. Börn hafa að undanförnu fengið að láta ljós sitt skína hjá RÚV; það má nefna ungmenni sem þar hafa …
Snjöll Una Rakel og Dreki Hrafn í viðtali.
Snjöll Una Rakel og Dreki Hrafn í viðtali. — RÚV/skjáskot

Guðmundur Sv. Hermannsson

Nú í svartasta skammdeginu þegar eldgos og ófriður setja að auki svip sinn á fréttirnar hafa börn náð að hlýja að minnsta kosti mér um hjartaræturnar.

Börn hafa að undanförnu fengið að láta ljós sitt skína hjá RÚV; það má nefna ungmenni sem þar hafa tjáð sig afar skynsamlega um kennaraverkfallið og hvernig þau bregðast við því, börn í grunnskólanum í Varmahlíð sem sögðu svo skemmtilega frá því í Landanum hvernig þau söfnuðu fé til að reisa leikkastala á skólaleikvellinum og keppendur í Skrekk sem dönsuðu og sungu eins og atvinnumenn.

En börnin í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem komu fram í þætti um Íslensku menntaverðlaunin nýlega, eiga þó vinninginn í mínum huga. Skólinn var verðlaunaður fyrir nýsköpunarverkefnið Snjallræði sem nær

...