Sex Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá Íslandi með sex mörk í eins marks tapi fyrir Sviss í vináttulandsleik ytra í gærkvöldi.
Sex Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá Íslandi með sex mörk í eins marks tapi fyrir Sviss í vináttulandsleik ytra í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Óttar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði naumlega fyrir því svissneska, 30:29, í fyrri vináttuleik liðanna í Möhlin í Sviss í gærkvöldi.

Liðin mætast öðru sinni á morgun en þá í Schaffhausen. Bæði Sviss og Ísland undirbúa sig fyrir þátttöku á EM 2025 í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok mánaðarins.

Ísland byrjaði leikinn afleitlega og var sex mörkum undir, 10:4, þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Eftir leikhlé batnaði leikur íslenska liðsins mikið og tókst því að jafna metin í 16:16. Staðan í hálfleik var 18:16, Sviss í vil.

Í síðari hálfleik náði Ísland að jafna metin í 22:22 og 25:25. Á lokasekúndunni virtist Thea Imani Sturludóttir vera að jafna í 30:30 en reyndist vera einni sekúndu of sein.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá Íslandi með sex mörk og Elín Klara Þorkelsdóttir og Steinunn Björnsdóttir bættu við fimm mörkum hvor.