Virknin í eldgosinu á Reykjanesskaga helst stöðug og hefur ekki dregið úr virkni þess frá því á fimmtudag. Mesta virknin er í þremur hrauntungum og rennur hraun annars vegar til vesturs meðfram varnargörðunum og í átt að Bláa lóninu og hins vegar til norðurs og austurs
Hraunrennsli Hraun rennur meðal annars meðfram varnargörðunum og í átt að Bláa lóninu. Unnið er að því dag og nótt að hækka varnargarðana til þess að tryggja innviði.
Hraunrennsli Hraun rennur meðal annars meðfram varnargörðunum og í átt að Bláa lóninu. Unnið er að því dag og nótt að hækka varnargarðana til þess að tryggja innviði. — Morunblaðið/Eggert

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Virknin í eldgosinu á Reykjanesskaga helst stöðug og hefur ekki dregið úr virkni þess frá því á fimmtudag. Mesta virknin er í þremur hrauntungum og rennur hraun annars vegar til vesturs meðfram varnargörðunum og í átt að Bláa lóninu og hins vegar til norðurs og austurs.

Þetta segir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Hún segir að þróunin næstu daga muni vera í takt við fyrri gos í Sundhnúkagígaröðinni þar sem draga muni hægt og rólega úr virkni gossins. Ekki er hægt að spá um hversu lengi gosið muni standa yfir heldur verður tíminn að leiða það í ljós.

Hættumat almannavarna var uppfært í

...