Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Ekki fékkst leyfi hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík til að hækka húsin Hafnarstræti 5-7 um tvær hæðir. Hækkunin var talin hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvægt almenningsrými við Tollhúsið í formi skuggavarps.

Á fundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn um hækkun húsanna samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture,

Á fundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember sl. var lögð fram umsögn verkefnastjóra.

Óskað er eftir afstöðu skipulagsfulltrúa til hækkunar húsanna nr. 5 og 7 við Hafnarstræti. Í dag eru bæði húsin kjallari, þrjár hæðir og ris.

„Við endurgerð Tryggvagötu fyrir þremur árum síðan, eignuðum við

...