Myndlistarmaðurnn Georg Óskar sýnir verk í þremur sölum Listasafnsins á Akureyri. Sýningin hefur titilinn Það er ekkert grín að vera ég. Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016
Saumaverk Titillinn er „Hæg norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað“.
Saumaverk Titillinn er „Hæg norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað“. — Ljósmynd/Daníel Starrason

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Myndlistarmaðurnn Georg Óskar sýnir verk í þremur sölum Listasafnsins á Akureyri. Sýningin hefur titilinn Það er ekkert grín að vera ég.

Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016. Hann hefur haldið sýningar víða erlendis, til dæmis á Spáni, í Þýskalandi, Kína, Sviss, Noregi og á Íslandi. Georg Óskar býr og starfar í Osló, Noregi.

„Þarna sýni ég stór málverk í bland við minni málverk, sjö málverk í heildina. Líka verk þar sem ég hef saumað og skeytt saman strigum og gert úr einn stóran striga sem ég málaði á. Ég átti mikið af strigabútum í vinnustofunni og vildi endurnýta þá. Þótt ég

...