Elísabet Kristjánsdóttir fæddist 12. maí 1969. Hún lést 9. nóvember 2024.
Útför hennar fór fram 20. nóvember 2024.
Jesús sagði: Líkt er himnaríki kaupmanni, sem leitaði að fögrum perlum. Og er hann fann eina dýrmæta perlu, fór hann, seldi allt, sem hann átti, og keypti hana. (Mt. 13:45)
Hetjur verða ekki á vegi manns á hverjum degi eða á hverju götuhorni. Þær virðast sjaldgæfar en um leið eftirminnilegri en margt annað samferðafólk. Þær verða fyrirmyndir. Ein slík hetja var Elísabet eða Bettý eins og hún var oftast nefnd. Hún háði stranga baráttu við erfiðan og ágengan sjúkdóm. En hetjudáð hennar var ekki aðeins ótrúlegt æðruleysið heldur lyndiseinkunn hennar. Skapið ljúfa og góða. Ég minnist þess ekki að hafa séð hana án þess að fallega brosið hennar nyti sín til fulls og einstök hlýja skein
...