— AFP/KCNA

Shin Won-sik, helsti þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, sagði í gær að Norður-Kóreumenn hefðu fengið loftvarnaflaugar frá Rússlandi í skiptum fyrir þá hermenn sem norðurkóresk stjórnvöld sendu til þess að taka þátt í bardögum við Úkraínuher.

Sagði Shin að loftvarnaflaugunum væri ætlað að styrkja loftvarnir Norður-Kóreumanna í kringum höfuðborgina Pjongjang. Þá sagði Shin að Norður-Kóreumenn hefðu einnig fengið ýmiss konar stuðning við efnahag sinn, en hugveitan Open Source Centre sagði í gær að Norður-Kórea hefði fengið olíubirgðir frá Rússum.