Fín Selkórinn í Seltjarnarneskirkju.
Fín Selkórinn í Seltjarnarneskirkju.

Selkórinn verður með vetrartónleika í Seltjarnarneskirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 19.30. „Á efnisskrá verða hin dásamlegu verk Laudate Dominum og Ave, verum corpus eftir Mozart og Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré. Selkórinn mun einnig flytja hina fögru Missa Brevis í B-dúr eftir Mozart. Þar tekur þátt glæsilegur hópur listamanna ásamt kórnum, þ.e. einsöngvararnir Brynhildur Þóra Þórsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Áslákur Ingvarsson bassi, ásamt fiðluleikurunum Hildigunni Halldórsdóttir og Gunnhildi Daðadóttur, sellóleikaranum Sigurði Halldórssyni og orgelleikaranum Guðnýju Einarsdóttur. Í hléi verður boðið uppá kaffi og konfekt og eftir hlé varða fluttar kórperlur eftir tónskáldin Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Jón Ásgeirsson. Þar á meðal sjaldheyrt lag eftir Atla Heimi við ljóð eftir Halldór Kiljan Laxness,“ segir í tilkynningu. Stjórnandi er

...