Landbúnaðarsafn Íslands þjófstartaði sýningunni Saga laxveiða um liðna helgi með því að bjóða til sagnakvölds í safninu, nánar til getið í hlöðu Halldórsfjóss á Hvanneyri, en sýningin verður formlega opnuð á næsta ári
Borgarfjörður Gamla húsatorfan á Hvanneyri er að byrja að skrýðast hátíðarbúningi, enda aðeins rétt rúm vika þar til aðventan gengur í garð.
Borgarfjörður Gamla húsatorfan á Hvanneyri er að byrja að skrýðast hátíðarbúningi, enda aðeins rétt rúm vika þar til aðventan gengur í garð. — Ljósmynd/Ágúst Elí Ágústsson

Úr bæjarlífinu

Birna G. Konráðsdóttir

Borgarfirði

Landbúnaðarsafn Íslands þjófstartaði sýningunni Saga laxveiða um liðna helgi með því að bjóða til sagnakvölds í safninu, nánar til getið í hlöðu Halldórsfjóss á Hvanneyri, en sýningin verður formlega opnuð á næsta ári. Sögumenn kvöldsins voru þeir Axel Freyr Eiríksson, Ferjukoti, Sveinbjörn Eyjólfsson, Hvannatúni og Jóhann Sigurðarson leikari. Allir áttu þessir kappar það sameiginlegt að hafa gaman af laxveiðum og stundað þær. Sögurnar voru eins margvíslegar og þær voru margar. Var gerður gríðarlega góður rómur að og sagnamennirnir fóru á kostum, áheyrendum til ómældrar ánægju.

Það er afar viðeigandi að sýning um sögu laxveiða verði opnuð í Borgarfjarðarhéraði þar sem um 25% af stangaveiddum löxum landsins koma á land. Þess

...