VIÐTAL
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Já, ég segi „okkar“ þar sem þessi heimskunna söngkona hefur verið aufúsugestur hjá Íslendingum undanfarin ár og sungið fyrir þá fjölda jólatónleika. Sissel Kyrkjebø er alger risi í heimalandi sínu hvar hún hefur selt plötur í milljónavís og er hún talin ein fremsta „bilbrúunar“-söngkona heims en sá geiri, „classical crossover“, telur listafólk eins og Josh Groban, Il Divo, Sarah Brightman og fleiri þar sem poppi og klassík er blandað saman. Sissel hefur annars snert á alls kyns stílum og varð ofurvinsæl í Noregi í upphafi tíunda áratugarins. Upp úr 2000 hóf hún að herja á Ameríkumarkað með góðum árangri og hefur henni ekki fallið verk úr hendi að heita má síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í Noregi með samnefnda breiðskífu
...