Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri og kennari, lést á Hrafnistu 18. nóvember síðastliðinn, 83 ára að aldri.
Baldur fæddist 26. desember árið 1940 í Vík í Mýrdal þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Jónsson, þingmaður og starfsmaður Kaupfélags Skaftfellinga, og Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Baldur hneigðist fljótt að stjórnmálum og varð ungur forystumaður Sambands ungra framsóknarmanna og erindreki Framsóknarflokksins. Síðar lá leið hans í Möðruvallahreyfinguna sem stofnuð var 1973 og skrifaði hann samnefnda bók um hreyfinguna. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og sat sem þingmaður á Alþingi fyrir flokkinn um tíma.
Baldur starfaði einnig fyrir verkalýðshreyfinguna og var fræðslustjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu (MFA). Um ævina skrifaði hann fjölda greina í blöð
...