Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Haukur Helgi Pálsson var eðlilega ekki sáttur við leik Íslands í kvöld sem tapaði 95:71 fyrir Ítalíu í undankeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni. „Við náum aldrei okkar takti sóknarlega og…
Landsliðið Haukur Helgi Pálsson er með þeim reyndari í liðinu.
Landsliðið Haukur Helgi Pálsson er með þeim reyndari í liðinu. — Morgunblaðið/Eyþór

Jón Kristinn Jónsson

jonkr@mbl.is

Haukur Helgi Pálsson var eðlilega ekki sáttur við leik Íslands í gærkvöld þegar liðið tapaði 95:71 fyrir Ítalíu í undankeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni.

„Við náum aldrei okkar takti sóknarlega og það gerir okkur erfitt fyrir. Þegar þú síðan skorar ekki í fleiri mínútur þá er þetta bara erfitt gegn liði eins og Ítalíu. Þeir komast í góða rútínu á meðan ekkert gengur frá okkur. Síðan náum við góðri viðspyrnu í seinni hálfleik og minnkum muninn en eins gerist alltaf þá svara þeir bara fyrir sig og þeirra svar var bara stærra en okkar,“ sagði Haukur þegar hann var spurður um skýringar á heldur stóru tapi íslenska liðsins.

Eins og þú segir þá kom frábær kafli

...