Toppliðin héldu sínu striki þegar 11. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik lauk með fimm leikjum í gærkvöldi. Íslandsmeistarar FH heimsóttu nýliða ÍR í Skógarselið í Breiðholti og unnu risasigur, 41:24
Handboltinn
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Toppliðin héldu sínu striki þegar 11. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik lauk með fimm leikjum í gærkvöldi.
Íslandsmeistarar FH heimsóttu nýliða ÍR í Skógarselið í Breiðholti og unnu risasigur, 41:24. Þar með heldur FH toppsætinu en liðið er með 17 stig líkt og Afturelding sæti neðar. ÍR er áfram á botninum með fimm stig.
Birgir Már Birgisson var markahæstur í leiknum með sjö mörk fyrir FH. Jóhannes Berg Andrason bætti við sex mörkum og átta stoðsendingum. Leonharð Þorgeir Harðarson, Garðar Ingi Sindrason og Jón Bjarni Ólafsson skoruðu þá allir fimm mörk.
Daníel Freyr Andrésson fór mikinn í marki FH-inga og varði 16 skot,
...