Hafdís Gunnarsdóttir fæddist á Hólmavík 15. janúar 1965. Hún lést 12. nóvember 2024 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Hafdís ólst upp á Broddadalsá í Kollafirði á Ströndum.

Foreldrar hennar voru Gunnar Daníel Sæmundsson, f. 18. september 1929, d. 15. desember 2017, og Kristjana Jóna Brynjólfsdóttir f. 3. maí 1930, d. 1. september 2018, bændur á Broddadalsá.

Systkini Hafdísar eru: Brynja f. 15. janúar 1953, Sæmundur f. 11. janúar 1961, Þráinn f. 12. janúar 1964, d. 7. mars 1964, og Brynjólfur f. 27. september 1966.

Hafdís giftist í júní 1990 Magnúsi Helga Sigurðssyni, f. 27. október 1956. Þau stunduðu búskap á Felli í Kollafirði til ársins 2003. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Þór vélahönnuður, f. 29. janúar 1987, maki hans er Sigrún Edda

...