— Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson

Ungur fuglaskoðari, Kristján Reynir Ívarsson, sá um síðustu helgi fugl í höfninni á Höfn í Hornafirði, sem reyndist vera stargoði. Ekki hefur verið staðfest fyrr að stargoði flækist hingað.

Stargoði er skyldur flórgoðanum og er kenndur við starir. Flestir goðar verpa í votlendi, þótt margir haldi sig á sjó á veturna.

Fuglinn á Höfn er í vetrarbúningi, hvítur, svartur og grár, með rauð augu. Á sumrin er hann nær svartur, með gulleita fjaðrabrúska á höfði og rauðar síður, líkt og flórgoði. Stargoði er ekki stór fugl, 28-35 cm að lengd, 300-400 g að þyngd, ívið minni og léttari en flórgoði. Meðfylgjandi mynd var tekin á Höfn.

Varpheimkenni stargoða eru aðallega um austanverða Evrópu, austur til Asíu og suður til Norður-Afríku. Útbreiðslan teygir sig þó til Vestur-Evrópu og fuglinn finnst

...