Halldór Bjarki Arnarson semballeikari kemur fram á tónleikum í Breiðholtskirkju á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar, í dag, laugardaginn 23. nóvember, kl. 15.15. Halldór mun spinna prelúdíu í endurreisnarstíl og einnig leika verk eftir William Byrd,…
Halldór Bjarki Arnarson semballeikari kemur fram á tónleikum í Breiðholtskirkju á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar, í dag, laugardaginn 23. nóvember, kl. 15.15. Halldór mun spinna prelúdíu í endurreisnarstíl og einnig leika verk eftir William Byrd, John Dowland, Girolamo Frescobaldi, Salomone Rossi og Thomas Tomkins. Verk Thomas Tomkins, A sad Paven for these Distracted Tymes, eða Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma, og sögulegt samhengi þess er í tilkynningu sagt endurspegla efnisskrána í heild sinni, þar sem kanna eigi eiginleika tónlistar sem eins konar hugleiðsluaðferðar í óreiðukenndum heimi.